3 bekkur GA kom í heimsókn

Nemendur 3 bekkjar GA úr Dalvíkurskóla komu í fyrirtækjaheimsókn til okkar í morgun og fræddust um starfsemi fyrirtækisins. Þau voru mjög áhugasöm um hvernig rafmagnið virkar og hugsað var um hvað rafmagn er mikilvægt í daglegu lífi og hvernig allt mundi verða ef við hefðum ekki rafmagn. Nemendurnir heimsóttu einnig Hárverkstæðið sem er hársnyrtistofa í sama húsi og við. Í lok heimsóknar lásu börnin upp friðarboðskap af hjörtum sem þau höfðu sjálf skrifað og færðu okkur þau svo að gjöf ásamt friðardúfum sem þau höfðu búið til. Við þökkum 3 bekk GA kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.