Breytingar á starfsfólki

Arinbjörn Guðmundsson er nýráðinn til starfa og verður hjá okkur í sumar, hann hefur verið í rafiðnaðarnámi. Einnig hefur Níels Sveinsson rafvirki og kafari með meiru verið hjá okkur í vetur og verður áfram í hlutastarfi. Velkomnir til starfa. Aðrar breytingar eru þær að Gunnlaugur Helgason hætti störfum í febrúar og Kári Brynjólfsson hættir í lok maí og eru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Brynjar Árnason rafvirki mun hefja störf í byrjun ágúst.