Promens stækkar við sig
08.06.2012
Við höfum gengið frá samningum við Tréverk ehf um að sjá um rafmagnið í stækkun Promens verksmiðjunnar hér á Dalvík. Einnig munum við koma að uppsetningu á nýjum framleiðsluofni sem komið verður fyrir í nýja húsnæðinu hjá Promens.